Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem sinnir mannúðar- og hjálparstarfi í nafni þjóðkirkjunnar. Sem kirkjutengd stofnun nýtur Hjálparstarfið þeirrar sérstöðu að byggja á grasrótarstarfi í nærsamfélaginu en meginmarkmið eru bætt lífskjör þeirra sem búa við fátækt og að mannréttindi séu virt.

Í starfinu felst þróunarsamvinna og mannúðaraðstoð á alþjóðavettvangi, aðstoð við fólk í félagslegri neyð á Íslandi, fjáröflun og fræðsla um starfið, gildi þróunarsamvinnu og mannúðar- og mannréttindamál.

Hjálparstarf kirkjunnar, kt. 450670-0499, er sjálfseignarstofnun skráð í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá hjá Ríkisskattstjóra með rekstrarform félagasamtaka. Starfsár er frá 1. júlí – 30. júní ár hvert. Yfirstjórn er í höndum fulltrúaráðs en í það skipar kirkjuráð þjóðkirkjunnar fimm fulltrúa og prófastsdæmi í landinu einn fulltrúa hvert. Auk þess er hverri kirkjusókn heimilt að tilnefna fulltrúa í ráðið. Fulltrúaráð kýs framkvæmdastjórn og setur henni og endurskoðendum starfsreglur á aðalfundi stofnunarinnar. Fundargerð frá aðalfundi árið 2022 er hér: Fundargerð aðalfundar Hjálparstarfs kirkjunnar í Grensáskirkju 24. september 2022.

Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra sem annast daglegan rekstur stofnunarinnar. Nánar um skipulag Hjálparstarfsins er að finna í Skipulagsskrá Hjálparstarfs kirkjunnar.

Á alþjóðavettvangi starfar Hjálparstarf kirkjunnar með Hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins, LWF DWS, og systurstofnunum í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Bæði samtökin samhæfa mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu með hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna og starfa eftir ströngustu stöðlum um faglegt hjálparstarf.

Framkvæmdastjórn sem kosin er á aðalfundi Hjálparstarfs kirkjunnar til eins árs í senn ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar. Fyrir starfsárið 2023 – 2024 voru kosin í framkvæmdastjórn: Gunnar Sigurðsson, formaður, Inga Rut Hlöðversdóttir og Erik Pálsson. Varamenn í stjórn voru kosin Vigdís Valgerður Pálsdóttir og Benedikt Vilhjálmsson. Framkvæmdastjóri er Bjarni Gíslason.

*** Local Caption *** Starfsfólk Hjálparstarfs Kirkjunar-21.05.2021

Bjarni Gíslason
framkvæmdastjóri
sími 528 4402
netfang bjarni@help.is

Guðsteinn Bjarnason

Guðsteinn Bjarnason
gjaldkeri, umsjón með skrifstofu
sími 528 4405
netfang gudsteinn@help.is

*** Local Caption *** Starfsfólk Hjálparstarfs Kirkjunar-21.05.2021

Guðný Helena Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi
sími 528 4400
netfang gudnyhelena@help.is

Mjoll 20422

Mjöll Þórarinsdóttir
bókari, umsjón með sjálfboðaliðum
sími 528 4400
netfang mjoll@help.is

Svavar Hávarðsson

Svavar Hávarðsson
fræðslu- og upplýsingafulltrúi
sími 528 4410
netfang svavar@help.is

*** Local Caption *** Starfsfólk Hjálparstarfs Kirkjunar-21.05.2021

Vilborg Oddsdóttir
félagsráðgjafi, umsjón með innanlandsstarfi
sími 528 4400
netfang vilborg@help.is

Kristín Ólafsdóttir

Kristín Ólafsdóttir
Verkefnastjóri, umsjón erlendra verkefna
sími 528 4406
netfang kristin@help.is

Lovísa

Lovísa Mjöll Kristjánsdóttir
félagsráðgjafi
sími 528 4409
netfang lovisa@help.is

Skjólið – opið hús fyrir konur

*** Local Caption *** Starfsfólk Hjálparstarfs Kirkjunar-21.05.2021

Rósa Björg Brynjarsdóttir
umsjónarkona
sími 454 0020
netfang rosabjorg@help.is

*** Local Caption *** Starfsfólk Hjálparstarfs Kirkjunar-21.05.2021

Una Sigrún Ástvaldsdóttir
starfskona
sími 454 0020
netfang una@help.is

Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar er á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 10 – 15. Símsvörun í síma 528 4400 er klukkan 10 – 15. Almennt netfang er help@help.is.

Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins eru með viðtalstíma á miðvikudögum klukkan 12 – 15. Einnig er hægt að leita til presta um land allt en þeir hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfsins utan höfuðborgarsvæðisins. Sjá nánar um þjónustuna í kaflanum um neyðaraðstoð innanlands.

Gjafabréfin Gjöf sem gefur, minningarkort og samúðarmerki eru til sölu á þessari vefsíðu og á skrifstofunni.

Starfsár Hjálparstarfs kirkjunnar er frá 1. júlí til 30. júní ár hvert og er starfsskýrsla kynnt á aðalfundi stofnunarinnar í september. Skýrslan er á rafrænu formi eingöngu frá og með starfsárinu 2020-2021.

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2022-2023

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2021-2022

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2020-2021

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2019 – 2020 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2019 – 2020 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2018 – 2019 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarsf kirkjunnar 2018 – 2019 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2017 – 2018 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2017 – 2018 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2016 – 2017 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2016 – 2017 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2015 – 2016 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2015 – 2016 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2014 – 2015 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2014 – 2015 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2013 – 2014 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2013 – 2014 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2012 – 2013 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2012-2013 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2011 – 2012 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2011 – 2012 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2010 – 2011 lengri netútgáfa

Starfsskýrsla Hjálparstarfs kirkjunnar 2010 – 2011 styttri útgáfa fæst útprentuð

Starfsskýrslur fyrri ára má nálgast á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík.

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar kemur út þrisvar á ári. Í blaðinu segjum við frá starfinu innanlands, verkefnum í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð sem veitt er í samstarfi við systurstofnanir í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna ACT Alliance.

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2024

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2024 – páskablað

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl 2023 – jólablað

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2023

Fréttabréf Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2023

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2022

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2022

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2022

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2021

Margt smatt… fréttablad Hjálparstarfs kirkjunnar 2.tbl. 2021

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbls 2021

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2020

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2020

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2020

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 4. tbl. 2019

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2019

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2019

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl 2019

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 4. tbl. 2018

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl 2018

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2018

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2018

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 4. tbl. 2017

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl 2017

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2017

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2017

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 4. tbl. 2016

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2016

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2016

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2016

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 4. tbl. 2015

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3. tbl. 2015

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2. tbl. 2015

Margt smátt… fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar 1. tbl. 2015

Eldri árganga fréttablaðsins Margt smátt… má nálgast á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjvík.

Merki Hjálparstarfs kirkjunnarMerki Hjálparstarfs kirkjunnar er kross, fiskur og skál. Krossinn er þungamiðja merkisins. Fiskurinn sem er honum samofinn er eitt af elstu táknum kristinna manna. Á grísku er orðið fiskur stafað IKÞYS; Það er einnig skammstöfun á orðunum Jesús Kristur Guðs Son Frelsari. Fiskurinn er því frá öndverðu tákn um Krist sem frelsara mannanna. Að auki vísar fiskurinn á kraftaverkið sem guðspjöllin greina frá, er Jesús mettar mannfjöldann með fimm brauðum og tveimur fiskum.

Fiskurinn á merki Hjálparstarfsins er þá einnig tákn um viðleitni stofnunarinnar að gefa hungruðum heimi fæðu og þeirri hugsun tilheyrir einnig skálin sem undirstrikar merkið.

Merki Hjálparstarfs kirkjunnar er frá árinu 1971. Hönnuður þess er Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT. Hann segir frá því að Björn Th. Björnsson listfræðingur hafi gefið honum góð ráð varðandi táknmál merkisins á meðan hann vann að hönnun þess.

Hjálparstarf kirkjunnar fagnaði 50 ára starfsafmæli sem hjálparstofnun á árinu 2020 en á fundi kirkjuráðs þann 9. janúar 1970 var formlega ákveðið að stofna Hjálparstofnun kirkjunnar.

Tildrögin voru þau að þjóðkirkjan hafði árið áður tekið þátt í landssöfnuninni „Herferð gegn hungri” sem var hrundið af stað til styrktar sveltandi fólki í Biafrahéraði í Nígeríu.

Í kjölfarið hvöttu prestar landsins kirkjuna til að koma á legg hjálparstofnun er sinnti hjálparstarfi og líknarmálum á vegum hennar. Þeir ákváðu jafnframt að leggja 1% af launum sínum til hjálparstarfsins.

Séra Jónas Gíslason vígslubiskup var ráðinn framkvæmdastjóri og hóf hann strax að skipuleggja söfnun svo veita mætti fólkinu í Bíafra frekari aðstoð.

Fyrsti stjórnarfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar var svo haldinn þann 1. apríl 1970. Síðan þá hefur Hjálparstarf kirkjunnar tekið þátt í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu víða um heim.

Stofnunin hét upphaflega Hjálparstofnun kirkjunnar en nafni hennar var breytt árið 1998 enda þótti nýja nafnið – Hjálparstarf kirkjunnar – meira lýsandi.

Í fyrstu var framkvæmdastjóri eini starfsmaðurinn. Starfið óx þó nokkuð hratt og brátt urðu starfsmenn fleiri. Upp úr 1990 jókst mjög stuðningur við einstaklinga á Íslandi vegna atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika.

Árið 2002 var ráðinn félagsráðgjafi í fullt starf að undangengnu þróunartímabili. Veitti hann skjólstæðingum ráðgjöf, deildi út efnislegri aðstoð og var talsmaður umsækjendahópsins út á við.

Í júlí 2021 voru starfsmenn tíu talsins: Framkvæmdastjóri, þrír félagsráðgjafar í innanlandsstarfi, skrifstofustjóri og fræðslu- og fjáröflunarfulltrúi.  Í Skjólinu störfuðu þá fjórar starfskonur.

Nánar um sögu Hjálparstarfs kirkjunnar má lesa í starfsskýrslum stofnunarinnar.

Hjálparstarf kirkjunnar vinnur óháð og sjálfstætt í þágu þeirra sem búa við fátækt og félagslegt óréttlæti. Öll þjónusta er veitt án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana þeirra sem aðstoð þurfa.

Hjálparstarfið fylgir stefnu ACT Alliance og LWF DWS um faglegt hjálparstarf en hefur auk þess sett sér eigin siðareglur og verklagsreglur byggðar á þeim. Hjálparstarfið starfar eftir persónuverndarstefnu og fylgir gátlista um græn skref.

Siðareglur Hjálparstarfs kirkjunnar

Verklagsreglur Hjálparstarfs kirkjunnar um meðferð fjármuna 2022

Verklagsreglur um sjálfboðavinnu

Reglur Hjálparstarfs kirkjunnar um meðferð ofbeldismála, kynferðislegrar- og kynbundinnar áreitni

Verklagsreglur í þróunarsamstarfi

Persónuverndarstefna Hjálparstarfs kirkjunnar

Um ábyrgð á tölvupósti / Email disclaimer

KYNNINGARSTIKLA
Hjálp til sjálfshjálpar (2020)

Hjálp til sjálfshjálpar; er fræðslu- og heimildarmynd um Hjálparstarf kirkjunnar sem fagnar 50 ára starfsafmæli í ár (2020). Við fáum innsýn í starfsemi Hjálparstarfsins jafnt innanlands sem utan með sérstaka áherslu á söfnun fermingarbarna fyrir margþættu vatnsverkefni í Eþíópíu.

HORFÐU Á MYNDINA:
(Tvær útgáfur)

Hjálp til sjálfshjálpar (í fullri lengd)
með 888-texta (CC).

Hlaða myndinn niður:
Full gæði
Minni gæði

Styttri útgáfa (15 mín)
Hlaða myndinn niður:
Full gæði (styttri útgáfa)
Minni gæði (styttri útgáfa)

Hjálparliðar á 50 ára starfsafmæli

Breiður stuðningur

Faglegt starf

Matarkort

Fatamiðstöð

Saumaverkefni

Almennar safnanir

Spila saman (Hjálparliðar, Breiður stuðningur, Faglegt starf)

Spila saman (Matarkort, Fatamiðstöð, Saumaverkefni)

Styrkja