UPPLÝSINGAR UM AÐSTOÐ FYRIR JÓL ER AÐ FINNA HÉR FYRIR NEÐAN. 

Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í félagslegri neyð efnislega aðstoð í samvinnu við presta, djákna, félags- og námsráðgjafa um land allt. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma. Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt og að fjárhagslegir erfiðleikar ógni hvorki heilsu fólks né takmarki möguleika barna og unglinga til farsæls lífs. Allur stuðningur er veittur án tillits til trúar- og lífsskoðana, þjóðernis, litarháttar eða kyns þeirra sem hans leitar.

Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, er opin mánudaga – fimmtudaga klukkan 8 – 16 og á föstudögum klukkan 8 – 15. Öllu jafna taka félagsráðgjafar á móti umsóknum um efnislega aðstoð á viðtalstíma á miðvikudögum klukkan 12 – 15.30. Faglegt mat félagsráðgjafanna og framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara liggja til grundvallar þegar ákvörðun um efnislegan stuðning er tekin. Umsækjendur eru beðnir um að mæta til viðtals með gögn um tekjur og fastaútgjöld sín frá síðustu mánaðamótum.

Við höfum aukið þjónustu okkar símleiðis og á netinu fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Félagsráðgjafar okkar finna að fólk sem býr við efnislegan skort er nú kvíðið og veita því sálrænan stuðning í auknum mæli einnig. Fólki sem er í viðkvæmri stöðu bendum við á að hafa samband um aðstoð í síma 528 4400 klukkan 10 – 15 virka daga eða með tölvupósti á netfangið vilborg@help.is.

Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en foreldrar geta einnig valið jólagjafir fyrir börnin sín. Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur en á svæðum þar sem aðrar hjálparstofnanir starfa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við efnalitlar barnafjölskyldur. Gott samstarf er um jólaaðstoð víðs vegar um landið milli Hjálparstarfs kirkjunnar annars vegar og Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefnda og Rauða krossins hins vegar.

Hjálparstarfið tekur á móti umsóknum klukkan 11 – 15 frá 1. til 4. desember á skrifstofunni á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjvík. Við minnum á að sóttvarnarreglur kveða á um grímuskyldu og að við höldum tveggja metra fjarlægð á milli okkar. Við tökum einnig á móti umsóknum á rafrænu formi en umsóknarform er hér að neðan. 

Athugaðu að með því að fylla út umsóknarformið veitir þú okkur leyfi til að upplýsingarnar séu sjálfkrafa sendar til félagsráðgjafa Hjálparstarfs kirkjunnar með tölvupósti. Þegar félagsráðgjafi hefur unnið úr gögnunum verður tölvupóstinum og öllum persónugreinanlegum gögnum eytt.  / Please note that by filling out this form you accept that the information you provide may be sent to our Social Worker via email. We destroy the email and information that can be traced to you after processing your application.

Upplýsingar um stöðu þína / Personal information

Tekjur þínar eru / Source of income is
Vinnulaun / SalaryÖrorkulífeyrir TR / Disability pensionFjárhagsaðstoð frá sveitafélagi / Municipal financial assistanceAtvinnuleysisbætur / Unemployment benefitsVeikindadagpeningar / Sickness benefitsEllilífeyrir TR / Old age pensionÚr lífeyrissjóði / From a pension fundÚr fæðingarorlofssjóði / Pension from the Parental leave fundNámslán / Student loan

Upplýsingar um stöðu maka eða sambýlings / Spouse or cohabitant

Tekjur maka eða sambýlings eru / Spouse’s or cohabitant’s source of income
Vinnulaun / SalaryÖrorkulífeyrir TR / Disability pensionFjárhagsaðstoð frá sveitafélagi / Municipal financial assistanceAtvinnuleysisbætur / Unemployment benefitsVeikindadagpeningar / Sickness benefitsEllilífeyrir TR / Old age pensionÚr lífeyrissjóði / From a pension fundÚr fæðingarorlofssjóði / Pension from the Parental leave fundNámslán / Student loan

Almennar upplýsingar / general information

Börn / children

Sameiginlegt forræði / Joint custody:

Ekki með forræði en umgengni við barn/börn / Visitation rights

Staða á hússnæðismarkaði:

Átt þú eða rekur bíl? / Do you have vehicle running costs?:

Ástæða þess að þú sækir um / The reason for your application:
Skuldir / Financial deptVeikindi / SicknessHá húsaleiga / Expensive rentAtvinnuleysi / UnemploymentLág laun / Low salaryBíð eftir örorkumati eða örorkulífeyri / Waiting for disability assessment results or disability pension

Ef þú ert þegar með Arioninneignarkort Hjálparstarfsins fyrir matvöru og þarft á aðstoð að halda nú getur þú fyllt út eyðublaðið hér að neðan og sent okkur. Félagsráðgjafi mun í framhaldinu hafa samband við þig um aðstoð.


Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð til skemmri tíma með inneignarkortum í matvöruverslunum en mikil valdefling felst í því að fólk versli sjálft þær nauðsynjar sem það þarf í stað þess að bíða í röð eftir matarpoka sem aðrir hafa fyllt. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins ákveða upphæð á inneignarkorti hverju sinni og hversu oft inneign er færð á kortið á ákveðnu tímabili. Að tímabilinu liðnu býðst umsækjanda að koma aftur með uppfærð gögn og staðan er metin að nýju.

Vegna takmarkaðs fjármagns er fullorðnum barnlausum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum beint til annarra aðila sem aðstoða fólk um matarföng en í dreifbýli þar sem annarra hjálparstofnana nýtur ekki við hafa prestar og djáknar milligöngu um aðstoð í formi inneignarkorta í matvöruverslunum fyrir einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk við lyfjakaup í neyðartilfellum. Þó er ekki greitt fyrir lyf sem eru á lista Lyfjastofnunar yfir ávana- og fíknilyf. Félagsráðgjafar taka á móti umsóknum um aðstoð við lyfjakaup á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, og í síma 528 4400 klukkan 10 – 15 virka daga. Athugið að sækja þarf um aðstoð áður en lyf eru leyst út.

5. október 2020: Vinsamlegast athugið að fatamiðstöð Hjálparstarfs kirkjunnar er lokuð vegna smithættu í kórónuveirufaraldri. Ákvörðunin um að loka er tekin í ljósi hertra samkomutakmarkana stjórnvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19 en þær tóku gildi í dag. Við auglýsum opnunartíma hér á vefsíðu okkar um leið og ákvörðun hefur verið tekin um að opna fatamiðstöð á ný.

Hjálparstarf kirkjunnar styður börn og unglinga sem búa við fátækt og eru undir átján ára aldri til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Foreldrar fá stuðning til að senda börn í sumarbúðir og unglinga á sjálfstyrkingarnámskeið. Foreldrar grunnskólabarna fá sérstakan stuðning í upphafi skólaárs og ungmenni fá styrk til að stunda nám sem gefur þeim réttindi til starfs eða veitir þeim aðgang að lánshæfu námi. Markmiðið er að rjúfa vítahring stuttrar skólagöngu, lágra launa og fátæktar. Félagsráðgjafar taka við umsóknum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, á miðvikudögum kl. 12 – 15.30.

Styrkja