Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Neyðaraðstoð

 

Hjálparstarfið er aðili að og tekur þátt í neyðaraðstoð ACT Alliance, alþjóðaneyðarhjálpar kirkna. ACT býr að mikilli þekkingu á sérhæfðu sviði neyðaraðstoðar, þróunar og uppbyggingar og er meðal stærtu aðila í hjálparstarfi á heimsvísu. Framlög til neyðaraðstoðar fara einnig beint til amstarfsaðila sé því að skipta.

 

Neyðaraðstoð

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT - Alliance sem sinnir neyðar- og þróunarstarfi um allan heim.

33.000 starfsmenn og sjálfboðaliðar - 111 aðilar - 140 lönd

Að ACT standa aðilar að Lútherska heimssambandinu og Heimsráði kirkna en Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að hvoru tveggja. Í ACT sameinast geysivíðtæk þekking og reynsla. Styrkur ACT liggur ekki síst í því að meðlimir eru kirkjur og kirkjutengd félög sem eiga rætur í því samfélagi sem nýtur aðstoðarinnar. Stærstur hluti neyðaraðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar fer í gegnum ACT. ACT samræmir viðbrögð við neyð og flutning fjármuna og starfsmanna, tryggir að beiðnir um hjálp séu heildstæðar og veiti allar nauðsynlegar upplýsingar. Auk þess miðlar ACT siðareglum, stöðlum og leiðbeiningum um hvers þurfi að gæta þegar aðstoð er veitt. ACT leggur fé í viðbragðssjóð, Rapid Response Fund, sem skrifstofan getur ráðstafað strax meðan unnið er að því að gera formlega beiðni og bíða viðbragða ACT-aðila.

Árið 2010 veitti ACT Alliance neyðaraðstoð í 140 löndum. 111 aðilar standa að ACT Alliance og var veltan 1,6 milljarðar dollara. Mestu var varið í Suður-Ameríku eða rúmlega 40%, næst mest í Asíu og á Kyrrahafseyjum eða tæplega 30%. 23% framlaga ACT Alliance fóru til Afríku og minna hlutfall til annarra svæða s.s. Mið-Austurlanda og Evrópu.

Fórnarlömb náttúruhamfara eiga yfirleitt samúð fólks og nokkuð vel gengur að fjármagna aðstoð við þau. Stríð og stjórnmálaerjur vekja minni skilning og töluvert vantaði uppá á árinu að hægt yrði að veita þeim nægilega aðstoð. Er þar um að ræða neyð sem umheimurinn hefur gleymt og oft gengur erfiðlega að fjármagna viðbrögð við þeim til langs tíma. Í báðum tilfellum er þó um að ræða saklaus fórnarlömb sem fá litlu sem engu ráðið um efnahagsstjórn og félagslegt öryggi. Fjölmiðlaumfjöllun ræður miklu um fyrir hverju tekst að safna. Það er vandasamt verk, sjá verður til þess að fólk fáið nauðsynlega aðstoð en ekki má draga úr frumkvæði og atorku þeirra sem lent hafa í hamförum með óígrundaðri aðstoð. Er það hlutverk hjálparstofnana að sjá til þess að fjármunir skili sér þangað sem þeirra er mest þörf og samstarf við fjölmiðla er þar gríðarlega mikilvægt.

Siðareglur ACT

  1. Mannúð er framar öllu.
  2. Aðstoð er veitt óháð kynþætti, trú, þjóðerni eða nokkru öðru auðkenni þess er nýtur aðstoðarinnar.
  3. Hjálp verður aldrei veitt í þeim tilgangi að styðja stjórnmálaleg eða trúarleg sjónarmið.
  4. Við einsetjum okkur að verða aldrei handbendi stjórnvalda og vera óháð utanríkisstefnu þeirra.
  5. Við munum virða menningu og venjur samstarfsaðila.
  6. Reynt verður af fremsta megni að miða neyðaraðstoð við færni og þekkingu þeirra sem njóta.
  7. Leitað verður leiða til að virkja þá sem njóta aðstoðarinnar til áhrifa á skipulag aðstoðarinnar.
  8. Neyðaraðstoð skal miða að því að fyrirbyggja frekari neyð um leið og þeirri sem við blasir er mætt.
  9. Við lýsum okkur ábyrg gagnvart þeim sem við leitumst við að hjálpa og þeim sem leggja til fjármuni.
  10. Í upplýsinga- og fræðsluefni samtakanna verður fjallað um þá sem njóta aðstoðar af virðingu en ekki sem hjálparvana múg.

SPHERE - staðlar í neyðaraðstoð

Lútherska heimssambandið og Alkirkjuráðið sem miðla sameiginlegri neyðaraðstoð í gegnum ACT eru aðilar að Sphere - stöðlum í neyðaraðstoð. Sphere-staðlarnir spanna 4 svið: Vatnsdreifingu og hreinlætisaðstöðu; fæðuöryggi, næringu og mataraðstoð; skjól og búða-/ byggðarskipulag; heilbrigðisþjónustu. Að Sphere stendur fjöldi hjálparstofnana sem hefur komið sér saman um sameiginlegar grunnforsendur og staðla í neyðaraðstoð. Lestu meira með því smella á fyrirsögnina.