Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Pollasjóður 16.05.2014

Í morgun afhenti Heiðar í Pollapönki gítarinn sinn sem seldur var á uppboði á Virkum morgnum á Rás 2 nú fyrir skömmu. Einar og Guðjón kaupendur gítarsins afhentu Hjalparstarfi kirkjunnar stofnfé að upphæð 320 þúsund krónur í nýstofnaðan Pollasjóð við sama tækifæri.

Strákarnir í Pollapönki höfðu frumkvæði að því að setja Fender Stratocaster-gítar Heiðars Arnar Kristjánssonar sem hann spilaði á í Eurovision á uppboð á Virkum morgnum á Rás 2 og láta ágóðann renna í sjóð eyrnamerktan fyrir börn sem vilja stunda tónlistarnám en hafa ekki efni á því.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú stofnað Pollasjóð sem er eyrnamerktur tónlistarnámi barna efnalítilla foreldra. Stofnfé sjóðsins, 320 þúsund krónur, er sú upphæð sem feðgarnir Guðjón „Mustaine“ og Einar Guðjónsson sjómenn á Tjaldi SH-270 frá Rifi greiddu fyrir gítarinn. Hjálparstarfið mun auk þess bjóða landsmönnum upp á gjafabréfin Pollasjóður á vefsíðunni gjofsemgefur.is en andviðri gjafabréfanna sem þar er hægt að kaupa mun renna í sjóðinn. 

Í hverjum mánuði leita um 200 barnafjölskyldur sem búa við sára fátækt til Hjálparstarfsins kirkjunnar. Hjálparstarfið veitir þeim efnislegan stuðning án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana. Markmið með Pollasjóði er að veita börnum efnalítilla foreldra tækifæri til tónlistarnáms og draga þar með úr félagslegri einungrun og styrkja sjálfsmynd barnanna.

Til baka