Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jórdanía 2018
Börn á flótta fá heita og næringarríka máltíð einu sinni á dag.

Neyðaraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við flóttafólk frá Sýrlandi

Hjálparstarf kirkjunnar tekur þátt í neyðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, við fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín og er heimilislaust, hjá venslafólki eða í flóttamannabúðum í Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon.

Aðstoðin felst í því að tryggja fólki aðgang að heilsugæslu og útvega fæði, skjól og húsbúnað ásamt því að gera börnum kleift að sækja skóla og veita flóttafólkinu sálrænan stuðning. Þá er móttökusamfélögum hjálpað svo þau geti sem best tekið á móti sífellt fleira flóttafólki. 

Á árinu 2016 hefur Hjálparstarfið sent 22,5 milljónir króna  til neyðaraðstoðarinnar en árið 2014 var framlag upp á 16,6 milljónir króna sent til þessa brýna mannúðarstarfs og nemur því heildarframlagið 39,2 milljónum króna.