Fatasöfnun
Hjálparstarf kirkjunnar tekur á móti nýjum jafnt sem notuðum fatnaði á alla aldurshópa allan ársins hring. Við þiggjum með þökkum allt sem er heilt og hreint; fatnað, skó, stígvél, yfirhafnir, húfur, vettlinga o.fl.
Öflugur hópur sjálfboðaliða tekur á móti fatnaði sem berst, flokkar hann eftir kyni, aldri og stærð, raðar í hillur og setur á slár. Skjólstæðingar Hjálparstarfsins geta sótt fatnað á lager Hjálparstarfsins á þriðjudögum klukkan 10:00 - 12:00 og á öðrum tímum ef brýna nauðsyn ber til.
Ef fatnaður sem berst hefur ekki gengið út eftir nokkurra mánaða skeið á lager áskilur Hjálparstarfið sér rétt til að rýma fyrir nýjum fatnaði sem berst. Við leitumst við að ráðstafa ósóttum fatnaði þannig að við komum honum í verð og nýtum andvirðið til að aðstoða skjólstæðinga innanlands um brýnar nauðsynjar.