Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, undirrituðu í gær rammasamning sem hverfist um stuðning ráðuneytisins við verkefni Hjálparstarfsins á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Samkvæmt samningnum leggur ráðuneytið til framlag sem nemur stórum hluta af kostnaði við skilgreind verkefni. Rammasamningurinn er til fjögurra ára, nær til tímabilsins 2025 – 2028, og mun […]