Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima
907 2003
hjálp erlendis

 

viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

11.04.2014
Hreint vatn bjargar mannslífum. Páskasöfnun hafin

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum í mars 2014 hafa 11% jarðarbúa eða einn af hverjum níu ekki nægan aðgang að hreinu vatni og tveir og hálfur milljarður fólks hefur ekki aðgang að salerni og hreinlætisaðstöðu vegna vatnsskorts. Talið er að um 2.000 börn deyji á hverjum degi af völdum óhreins drykkjarvatns. Samt hafa Sameinuðu þjóðirnar skilgrein aðgang að hreinu vatni sem mannréttindi!

Það er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóma og barnadauða með því að tryggja aðgang að hreinu vatni. Á starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Malaví og Úganda þar sem vatnsnotkun á mann er undir lágmarks viðmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-innar, 20 lítrar á dag, störfum við með íbúunum að því að grafa brunna og vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka. Útikamrar eru reistir og fræðsla veitt um mikilvægi hreinlætis. Í framhaldinu batnar heilsufar og þá getur allt annað farið af stað: Jarðyrkja og búfjárrækt, skólaganga og smáiðnaður og svo koll af kolli. Allt hefst þetta með hjálp til sjálfshjálpar.

Að byggja einn brunn í Malaví kostar 180 þúsund krónur. Með því að greiða 1800 króna valkröfu í heimabanka eða með því að leggja inn á reikning Hjálparstarfsins fyrir verkefni erlendis getur þú tekið þátt í því að breyta óviðunandi ástandi til betri vegar og tryggt aðgang að hreinu vatni.

Við getum þetta saman. Margt smátt gerir eitt stórt!

Ef þú ert ekki með heimabanka er hægt að:

hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.)
gefa framlag á framlag.is 
leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

 

26.03.2014
Sumarfrí fyrir barnafjölskyldur. Umsóknarfrestur framlengdur
Sumarfri_2014

Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn bjóða efnalitlum barnafjölskyldum í sumarfrí dagana 9. - 13. júní næstkomandi í fallegu umhverfi við Úlfljótsvatn þar sem hver fjölskylda fær sitt herbergi til afnota í sumarbúðum skáta. Boltaleikir, ratleikir, vatnasafarí, klifurturn, gönguferðir, sundferð, hestaferð, veiði, kanóa- og árabátasigling er meðal þess sem boði verður. Þá verða starfræktir klúbbar fyrir unglinga og 11 ára+ og boðið verður upp á dömustund, herrastund og kvöldvökur.

Sumarfríið er skipulagt fyrir barnafjölskyldur með að minnsta kosti eitt barn yngra en 14 ára og elsta systkin yngra en 18 ára og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Velferðarsjóður barna styrkir verkefnið.

Tekið er á móti umsóknum til 16. apríl en umsóknareyðublað er hér.

 

22.03.2014
Mikilvægi vatns sýnt með ljósmynd á alþjóðadegi vatnsins
Graeni_hellirinn

Mynd Lilju Salóme Hjördísardóttur Pétursdóttur sem hún tók vorið 2011 í Græna hellinum við eyna Hvar í Króatíu hlaut flest atkvæði dómnefndar í vatnsmyndasamkeppni okkar á facebook í tilefni af alþjóðadegi vatnsins í dag þann  22. mars. Dómnefnd sagði myndina gefa til kynna mikilvægi vatns fyrir lífið á jörðinni ásamt því að vera frumleg og tæknilega vel unnin. Sjónarhornið þykir koma áhorfandanum skemmtilega á óvart og litirnir tærir og fallegir. Til hamingju Lilja Salóme og bestu þakkir til allra sem tóku þátt í keppninni!

Lesa meira...
18.03.2014
Framtíðarsjóður fær rausnarlegan stuðning
Eva_Bjork_Valdimarsd_afh_framl_i_frtsj.jpg

Á aðalfundi Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) í Neskikrju síðastliðinn föstudag fór fram formleg afhending á framlagi í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem safnaðist á landsmóti sem haldið var í Reykjanesbæ í lok október á síðasta ári. Eva Björk Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri ÆSKÞ afhenti Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins 746.367 krónur. Bjarni þakkaði þetta rausnarlega framlag...

Lesa meira...