Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

Hjálpum Nepal! Söfnunarreikningur 0334-26-050886. Kt. 450670-0499. Söfnunarsími 907 2003 (2.500 kr.).

16.06.2015
Ertu búin/n að taka fram hlaupaskóna?
Aron og Elías Bjarnasynir fyrir vefinn.jpg
Kæri velunnari Hjálparstarfsins! Ertu búin/n að taka fram hlaupaskóna? Við vildum bara minna á að Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer af stað frá Lækjargötu þann 22. ágúst næstkomandi. Maraþon, hálfmaraþon og boðhlaup fer af stað klukkan 08:40, 10 km hlaup klukkan 09:35 og skemmtiskokk 3 km klukkan 12:15. Við hvetjum þig til að skrá þig í hlaupið og að sjálfsögðu að velja Hjálparstarfið sem góðgerðarfélag til að hlaupa fyrir! Skráning er á marathon.is. Með óskum um gott gengi!
20.05.2015
Sálrænn stuðningur er mikilvægur eftir jarðskjálfta í Nepal
Alþjóðlegt Hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, leggur ríka áherslu á sálrænan stuðning við þá sem eiga um sárt að binda í Nepal eftir jarðaskjálftana þar ásamt því að útvega matar- og drykkjarföng og veita læknisaðstoð: https://www.youtube.com/watch?v=I0kQjecoqRc
04.05.2015
Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna - ACT Alliance - bregst við neyð í Nepal
Nepal.jpg

Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, aðstoðar fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal með því að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, heilbrigðisþjónustu, bráðabirgðaskýli, matarföng, áfallahjálp og sálrænan stuðning. Lúterska heimssambandið (LWF), Lúterska hjálparstarfið í Bandaríkjunum (LWR), finnska hjálparstarfið (NCA) og danska hjálparstarfið (DCA) framkvæma neyðaraðstoðina í samstarfi við innlend samtök sem eru aðilar að ACT Alliance. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar 13 milljónir bandaríkjadala eða um 1.7 milljarð króna en þegar er búið að afla 340 milljóna króna.

Jarðskjálftinn sem reið yfir þann 25. apríl síðastliðinn var upp á 7.3 stig á Richter. Upptökin voru 80 km norðvestur af höfuðborginni Kathmandu. Talið er að rúmlega 7000 manns hafa látist í kjölfar skjálftans og eyðileggingin á innviðum er gífurleg.

ACT Alliance hefur sent Hjálparstarfi kirkjunnar beiðni um fjárstuðning við neyðaraðstoðina sem þegar er hafin. Þú getur tekið þátt í að svara beiðninni með því að leggja inn á söfnunarreikning 0334-26-050886, kt. 450670-0499 eða með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 (kr 2.500).

 

20.04.2015
Gefðu barni á Íslandi gleðilegt sumar!
Mynd af skjáauglýsingu fyrir vef.jpg

Hjálparstarf kirkjunnar safnar nú fyrir innanlandsaðstoð í þágu barna tekjulágra foreldra með því að selja gjafakortin „Gleðilegt sumar“ á 1200 krónur í verslunum Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu. Myndirnar framan á kortunum eru eftir 5 ára gömul börn í leikskólanum Austurborg í Reykjavík. Kortin má nota sem tækifæriskort, til dæmis með blómvendi á sumardaginn fyrsta. Með því að kaupa gjafakort tekur þú þátt í því að gefa barni gleðilegt sumar!

09.04.2015
Páskasöfnun Hjálparstarfsins
forsíðumynd fyrir vefinn.jpg

Við erum að safna fé til vatnsverkefnis okkar í Eþíópíu. Þú, lesandi góður, getur hjálpað með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum, með því að hringja í síma 907 2003 (2.500 krónur), leggja inn á söfnunarreikning okkar númer 0334-26-50886, kt. 450670-0499 eða með framlagi á www.framlag.is.

Hjálp til sjálfshjálpar lykillinn að árangri 

Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með um 90 milljónir íbúa. Tíðir þurrkar og árangurslitlar aðferðir í landbúnaði valda matarskorti en að staðaldri búa 8,3 milljónir íbúanna við ótryggt fæðuframboð og aðrar 6,7 milljónir líða skort yfir þurrkatímann. Á síðasta áratug hafa yfir 5 milljónir íbúa þurft á mataraðstoð að halda ár hvert. Í afskekktu og harðbýlu Sómalífylki verða þurrkar sífellt tíðari og fjórðungur íbúanna, 1 milljón manns, er háður mataraðstoð að staðaldri.    

Hjálparstarf kirkjunnar styður sjálfsþurftarbændur og hálfhirðingja í Jijiga í Sómalífylki til sjálfshjálpar. Markmiðið með starfinu er að auka fæðuöryggi og bæta lífskjör með því að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni. Með auknu aðgengi að hreinu vatni og umhverfisvernd eykst framleiðslan og heilsufar batnar. Verkefnið okkar er heildrænt og samþætt og í því er lögð áhersla á valdeflingu kvenna, sjálfbæra þróun verkefnisins og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu.  

Lesa meira...