Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?

 
   
15.10.2014
Hjálparstarf kirkjunnar og kertaverksmiðjan Heimaey halda áfram samstarfi um Friðarljós
Svein_Palmason_og_Bjarni_Gislason.jpg

Sveinn Pálmason forstöðumaður kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar og Bjarni Gíslason framkvæmdatjóri Hjálparstarfs kirkjunnar handsöluðu í gær samkomulag um áframhaldandi samstarf um framleiðslu og sölu Friðarljósa, útikerta Hjálparstarfs kirkjunnar. Heimaey sem er verndaður vinnustaður og Hjálparstarf kirkjunnar hafa starfað saman í yfir tvo áratugi að framleiðslu Friðarljósa Hjálparstarfsins. Sá háttur hefur hingað til verið hafður á að Hjálparstarfið hefur útvegað dósir undir kertavax en Heimaey hefur sett vaxið í dósirnar. Samkvæmt nýjum samningi mun Heimaey alfarið sjá um framleiðsluna. Samningurinn er til þriggja ára, frá 2015 – 2017. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar er ánægður með nýja samninginn. „Það er frábært að halda áfram góðu samstarfi við Heimaey. Við munum selja þau Friðarljós í blikkdósum sem við eigum enn á lager hér en næstu þrjú árin mun Heimaey framleiða 5.000 útikerti í álformi á hverju ári fyrir Hjálparstarfið. Ef eftirspurn eftir Friðarljósum verður meiri en því nemur munum við að sjálfsögðu panta fleiri,“ sagði Bjarni í gær.

15.10.2014
Við erum komin til að segja takk!
Fyrir_vef_Mjog_god_naermynd.jpg

„Við erum fyrst og fremst komin til að segja takk," segja Irene Kwagala og Ronald Karamuzi sem eru komin til okkar frá starfssvæðum Hjálparstarfsins í Úganda. Þau heimsækja nú tilvonandi fermingarbörn um allt land og segja þeim frá aðstæðum í heimahéruðum. Það er hægt að fræðast meira um starfið í Úganda hér: http://www.help.is/doc/174

03.10.2014
Sterkar stelpur eru í forgrunni í fréttablaði Hjálparstarfs kirkjunnar

 Þú getur skoðað fréttablaðið okkar margt smátt ... með því að smella á myndina.

Ung­lings­stúlk­ur í fá­tæk­ustu lönd­um heims eru í brenni­depli í kynn­ing­ar­viku frjálsra fé­laga­sam­taka og Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands 6. til 11. októ­ber und­ir heit­inu Sterk­ar stelp­ur – sterk sam­fé­lög. Stelp­ur skipta þjóðfé­lagið mjög miklu máli en þær þurfa oft að líða ójafn­rétti og sér­stak­lega er oft brotið á stúlk­um í þró­un­ar­lönd­um. Því vilja stofnanir og samtök sem vinna að þróunarsamvinnu vekja krakka á Íslandi til um­hugs­un­ar um stelp­ur í sam­fé­lag­inu og það að stelp­ur séu jafn sterk­ar og strák­ar.

 

01.10.2014
Yfirlýsing frá Hjálparstarfi kirkjunnar vegna framleiðslu á Friðarljósum

Framkvæmdastjórar kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar og Hjálparstarfs kirkjunnar hafa í dag rætt saman um framleiðslu á Friðarljósum sem Heimaey hefur framleitt til margra ára. Sala á Friðarljósum hefur dregist saman og verðsamkeppni á markaði er mjög hörð. Ákvörðun Hjálparstarfsins um að flytja inn fullunnin kerti frá Póllandi hefur verið gagnrýnd. Hjálparstarfinu þykir leitt að upplýsingagjöf til Heimaeyjar um stöðu mála og grundvöll ákvörðunar um að flytja inn fullunnin kerti árið 2013 hafi ekki verið sem skyldi. Heimaey hefði viljað fá betri aðkomu og möguleika á að bjóða í fullunnin Friðarljós. Aðilar munu nú í sameiningu skoða þessi mál í fullri hreinskilni og ræða möguleika á áframhaldandi samstarfi.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.