Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
fridarljos
Viltu senda
minningarkort?
27.11.2015
Jólasöfnun Hjálparstarfsins er hafin

Fólk sem ekki hefur aðgang að vatni til drykkjar, matargerðar og til að gæta hreinlætis er útsett fyrir lífshættulegum sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni eins og kóleru og öðrum niðurgangspestum.

Með hreinu vatni hefur allt líf hins vegar möguleika á að vaxa og dafna. Fæðuöryggi eykst með jarðyrkju og búfjárrækt, aukið hreinlæti leiðir til aukins heilbrigðis, börn geta varið tíma sínum til skólagöngu og jafnrétti kemst á þegar konur fá tíma og tækifæri til sinna öðru en grunnþörfum fjölskyldunnar. Með fræðslu um betri nýtingu jarðvegs er svo hægt að auka vernd umhverfisins. Allir þessir þættir leiða til sjálfbærrar þróunar samfélaga.

Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar er að vinna með fólki sem býr við sára fátækt. Við höfum að leiðarljósi að starfið leiði til sjálfshjálpar, virkni og sjálfbærrar þróunar í samfélögunum sem við störfum með.

Stærsti þátturinn í verkefnum okkar í Afríku er að grafa brunna og vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka. Við vitum að hreint vatn breytir öllu!

Þú getur lagt starfinu lið með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum, með því að hringja í síma 907 2003 (2.500 krónur), með framlagi á www.framlag.is eða með því að leggja inn á söfnunarreikning 334 -26 – 050886, kt. 450670 – 0499.  

þinn stuðningur gerir kraftaverk!

 

27.11.2015
Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr aðstoð við efnalitlar fjölskyldur fyrir jól
Sjálfboðaliðar gegna stóru hlutverki í desember
Sjálfboðaliðar gegna stóru hlutverki í desember

Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú stærsta verkefni sitt á árinu en það er sérstök aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember vegna jólahalds. Markmið aðstoðarinnar er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoð sem veitt er tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslanir sem verða gefin út eigi síðar en 18. desember.

Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66, Reykjavík 3., 4., 7. og 8. desember kl.11:00 - 15:00.

Prestar á landsbyggðinni taka við umsóknum í heimasókn til og með 11. desember. Með umsóknum skulu fylgja gögn um tekjur og útgjöld frá síðasta mánaði.

Fólk sem hefur fengið Arion inneignarkort í matvöruverslanir hjá Hjálparstarfinu eftir 1. júlí síðastlinn getur sótt um hér á vefsíðu Hjálparstarfsins undir flipanum verkefni innanlands/umsóknareyðublað.

Á svæðum þar sem öðrum hjálparsamtökum er til að dreifa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við barnafjölkyldur sem búa við kröpp kjör. Þar sem Hjálparstarfið er eitt að störfum er einstaklingum einnig veitt sérstök aðstoð fyrir jól. Gott samstarf um jólaaðstoð er milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu, í Árnessýslu, Hafnarfirði og Kópavogi.

Alls bárust 1.455 umsóknir fyrir jól 2014 og í heild er áætlað að 3.929 einstaklingar hafi notið aðstoðar. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar veita styrki til verkefnisins ár hvert og vinnuframlag sjálfboðaliða við skráningu umsókna fyrir jól er jafnframt ómetanlegt. 

23.10.2015
Styðjum flóttafólk! Stórtónleikar í Viðistaðakirkju á sunnudaginn
barn á flótta fyrir vef

Þann 25. október nk. stendur Víðistaðakirkja fyrir styrktartónleikum til stuðnings flóttafólki. Allur ágóði tónleikanna rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar og fer í neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi. Margt frábært tónlistarfólk kemur fram á tónleikunum og gefur vinnuframlag sitt til stuðnings góðu málefni:

Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

Miðaverð er kr. 2.900,- og fer miðasala fram á midi.is. Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í Víðistaðakirkju í sími 565-2050

12.10.2015
Margt smátt ... 3. tbl. 2015 er komið út
Margt smátt..., 3 tbl. 2015

Fréttablað Hjálparstarfs kirkjunnar, Margt smátt... 3. tbl. 2015, er komið út. Í blaðinu fjöllum við um málefni flóttafólks og aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við flóttafólk frá Sýrlandi. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Hjallasókn í Kópavogi, er með fallega hugleiðingu í blaðinu, við segjum frá flóamarkaðinum okkar í þágu skólabarna á Íslandi og frá verkefnum okkar í þágu fólks sem býr við sára fátækt í Úganda, Eþíópíu og á Indlandi.

Þú getur lesið fréttablaðið hér: http://help.is/doc/193

21.09.2015
Heit máltíð fyrir fólk á flótta
RS8069_LEB_2014_North_community kitchen_020 fyrir vef

Í norðurhluta Líbanon vinna heimamenn og flóttafólk frá Sýrlandi hlið við hlið við að matreiða fyrir börn, barnshafandi konur, fatlaða og þá sem verst er settir og ekki hafa aðgang að eldunaraðstöðu. Næringarrík máltíðin inniheldur 17% fitu, 12% prótein og næga orku fyrir daginn. Konurnar frá Sýrlandi sem matbúa fá greitt fyrir vinnu sína og þar með tækifæri til að aðlagast nýju samfélagi betur.      

Þú getur tekið þátt í neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi í Jórdaníu og Líbanon! Við erum að safna núna! Gjafabréfið Heit máltíð fyrir fólk á flótta fæst hér: http://gjofsemgefur.is/?prodid=94