Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
19.02.2019
Fermingarbörn söfnuðu samtals 7.832.672 krónum
Háteigssókn og prestur

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar börnum í fermingarfræðslu, prestum og öðru starfsfólki þjóðkirkjunnar kærlega fyrir frábæran stuðning við starfið síðastliðið haust. Alls söfnuðust 7.832.672 krónur í lok október og byrjun nóvember þegar börnin gengu í hús í heimabyggð með bauk Hjálparstarfsins í hönd og söfnuðu fyrir verkefnum stofnunarinnar í Afríku. Beinn kostnaður við söfnunina nam 496.938 krónum.  

Í lok september komu Trudy og Douglas frá Úganda til þess að fræða börn og unglinga um verkefnin sem þau starfa að í Úganda. Þau hittu yfir fjörutíu hópa barna og unglinga í kirkjum og framhaldsskólum í þær 5 vikur sem þau voru á landinu.

30.11.2018
Vatn, húsaskjól og betri heilsa – með þinni hjálp!

Í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju fyrsta sunnudag í aðventu þann 2. desember næstkomandi mun Hjálparstarf kirkjunnar hefja jólasöfnun fyrir verkefnum í sveitum Úganda og Eþíópíu.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem þar býr við mikinn skort um aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu, húsaskjól og tækifæri til betri heilsu með verkfærum til akuryrkju og endurbættum fræjum til framleiðslu, bólusetningu dýra, þjálfun dýraliða o.fl.. Valdefling kvenna, umhverfisvernd og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi í öllum verkþáttum. Nánar um verkefnin er að finna í starfsskýrslu hér: http://help.is/doc/240

Jólasöfnunin er með þeim hætti að við sendum 2500 króna valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára. Ein valgreiðsla er send á hvert heimilisnúmer. Við bendum jafnframt á söfnunarsímann 907 2003 en með því að hringja í númerið leggur fólk til 2500 krónur sem bætast við á næsta símreikningi.

Gjafabréfin okkar fást á gjofsemgefur.is og svo er hægt að leggja inn framlag að eigin vali á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning okkar 0334-26-50886, kt. 450670-0499.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir stuðninginn!

27.11.2018
Efnalitlar fjölskyldur fá stuðning fyrir jól
HK act 1

Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú sérstaka aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember. Markmiðið er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar.

Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, dagana 4., 5. og 6. desember kl. 11 - 15. Athugið að gögn sem sýna tekjur og útgjöld frá síðasta mánuði skulu fylgja með umsókn. 

Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember. Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess að fá jólafatnað og jóla- og skógjafir fyrir börnin. 

Fjölskyldur sem hafa fengið Arion inneignarkort í matvöruverslunum frá Hjálparstarfi kirkjunnar á árinu 2018 geta fyllt út umsóknareyðublað hér.  

Alls nutu 1304 fjölskyldur eða um 3500 einstaklingar um land allt aðstoðar fyrir síðustu jól. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar veita styrki til stafsins ár hvert og vinnuframlag sjálfboðaliða við skráningu og afgreiðslu umsókna fyrir jól er jafnframt ómetanlegt. 

Nánar um aðstoð fyrir jól er að finna hér

29.10.2018
Fermingarbörn safna fyrir vatni og valdeflingu
Fermingarbsofnun_myndir_009

Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús í hverfinu sínu með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu.

Í október komu til landsins ungmenni frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og veittu fleiri en fjörutíu fræðsluerindi um verkefnin í fermingarfræðslu og í félagsfræðiáföngum í framhaldsskólum.

Fjáröflun með aðstoð barna í fermingarfræðslu nú er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna yfir átta milljónum króna.

Hjálparstarf kirkjunnar biður landsmenn að taka vel á móti börnunum þegar þau banka upp á með bauk í hönd. Börnin ganga tvö til þrjú saman og baukurinn sem þau eru með er merktur Hjálparstarfi kirkjunnar, númeraður og með innsigli.

17.10.2018
Margt smátt ... 3. tbl. 2018 er komið út
forsíðan betri

Þriðja tölublað fréttablaðs Hjálparstarfs kirkjunnar er komið út og má finna hér  

Í blaðinu segjum frá heimsókn Trudy og Douglas til Íslands en þau eru ungir félagsráðgjafar sem starfa að verkefnum Hjálparstarfsins í Úganda. Til Íslands eru þau komin að fræða börn í fermingarfræðslu um aðstæður jafnaldra þeirra í Úganda og um verkefnin sem þau starfa að.

Í kjölfar fræðslunnar munu fermingarbörn um allt land ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og bjóða landsmönnum að styðja starfið með fjarframlagi. Söfnunin verður á tímabilinu 29.október til 2. nóvember.

Við segjum líka frá verkefnum sem við vinnum með fólki hér heima og frá öðrum verkefnum í þróunarsamvinnu og þar sem veitt er mannúðaraðstoð. Við fjöllum um leiðir til að auka umburðarlyndi í fjölmenningarsamfélagi og hvernig unglingar á Íslandi ætla að hjálpast að á landsmóti sem framundan er.

Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári, tvisvar í tímaritsformi, sent til um 4.000 aðila í júní og október, og tvisvar í dagblaðsformi, sent á heimili í landinu með Fréttablaðinu í upphafi jólasöfnunar og í upphafi páskasöfnunar. Öll tölublöð árisns er hægt að nálgast hér á help.is undir flipanum Fréttablaðið Margt smátt...