Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
fridarljos
Viltu senda
minningarkort?

Hjálpum fólki í neyð! Söfnunarreikningur fyrir neyðaraðstoð í Sýrlandi og nágrannalöndum: 0334-26-886 Kt. 450670-0499 Söfnunarsími 907 2003 (2.500 kr.)

Hjálparstarf kirkjunnar tekur þátt í neyðaraðstoð við stríðshrjáða í Sýrlandi og flóttafólk frá Sýrlandi í Jórdaníu og Líbanon í samvinnu við systursamtök Hjálparstarfsins á vettvangi.

Til að sinna grunnþörfum er fólki tryggt fæði, skjól og aðgangur að heilsugæslu. Skólastarfi er haldið  úti fyrir börn og börnum og unglingum veittur sálrænn stuðningur en með honum er ungu flóttafólki frá Sýrlandi sem dvelur í búðum og ungu fólki frá móttökuþjóðum hjálpað til að takast á við erfiðar aðstæður.

Árið 2014 sendi Hjálparstarf kirkjunnar alls 16,6 milljónir króna til verkefna á vettvangi. Við söfnum nú fyrir brýnum fjárstuðningi við Sýrlendinga í neyð. Öll aðstoð er veitt án tillits til þjóðernis, litarháttar, kynferðis eða trúar og lífsskoðana þeirra sem aðstoðina þurfa.Taktu þátt - Margt smátt gerir eitt stórt!

21.09.2015
Heit máltíð fyrir fólk á flótta
RS8069_LEB_2014_North_community kitchen_020 fyrir vef

Í norðurhluta Líbanon vinna heimamenn og flóttafólk frá Sýrlandi hlið við hlið við að matreiða fyrir börn, barnshafandi konur, fatlaða og þá sem verst er settir og ekki hafa aðgang að eldunaraðstöðu. Næringarrík máltíðin inniheldur 17% fitu, 12% prótein og næga orku fyrir daginn. Konurnar frá Sýrlandi sem matbúa fá greitt fyrir vinnu sína og þar með tækifæri til að aðlagast nýju samfélagi betur.      

Þú getur tekið þátt í neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi í Jórdaníu og Líbanon! Við erum að safna núna!

09.09.2015
Alþjóðahjálparstarf kirkna bregst við brýnni þörf flóttafólks í Evrópu
Flóttafólk í Evrópu fyrir vef

Systursamtök Hjálparstarfs kirkjunnar í Grikklandi, Ungverjalandi og Serbíu veita flóttafólki frá Sýrlandi, Afganistan, Eritreu, Írak og Sómalíu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Alþjóðahjálparstarf kirkna - ACT Alliance – sendi fyrr í dag út neyðarbeiðni um 209 milljónir króna til að fjármagna neyðaraðstoðina til loka febrúar 2016.    

Örmagna flóttafólkinu eru veitt matarföng, húsaskjól, eldhúsáhöld, aðgangur að hreinlætisaðstöðu og hreinlætisvörur auk þess sem leitast er við að veita því sálrænan stuðning, fræðslu og ráðgjöf.  

Talið er að á árinu hafi 267.000 flóttamenn flúið heimkynni sín og náð landi í Evrópu eftir mikla hættuför yfir sjó og land. Þannig telur Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna að fleiri en 3.000 börn, konur og karlar hafi drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið árið 2014.  

Alþjóðahjálparstarf kirkna bendir jafnframt á að brýn þörf sé á neyðaraðstoð í Sýrlandi og í nágrannalöndum þar sem flestir eru í flóttamannabúðum en enn eigi eftir að fjármagna aðstoð þar.

28.08.2015
„Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Við verðum að bregðast við núna!"
flygtninge_dreng_donationsformaal_SubColumn
Mynd: Erik Marquardt/Scanpix

Sameiginleg yfirlýsing framkvæmdastjóra kirkjutengdra hjálparstofnana á Norðurlöndum í lok fundar þeirra í Hróarskeldu, Danmörku, 26. – 27. ágúst 2015:

Ákall um tafarlaus viðbrögð við mannúðarvanda í Evrópu og við Miðjarðarhaf!

Í Evrópu státum við okkur af því að vera í fararbroddi þegar kemur að lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. Við sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks, nú reynir á að orðum fylgi athafnir.

Evrópubúar eru í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Við verðum að koma flóttafólki sem nú streymir til Evrópu til hjálpar. Fólkið sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verður að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks.

Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verða að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti er engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Við höldum áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggjum áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín.

Anne-Marie Helland, Kirkens Nødhjelp, Norge

Gunilla Hallonsten, Svenska Kyrkan Internationellt Arbete, Sverige

Bo Forsberg, Diakonia, Sverige

Jouni Hemberg, Kirkon Ulkomaanapu , Finland

Bjarni Gislason, Hjálparstarf kirkjunnar, Íslandi

Birgitte Qvist-Sørensen, Folkekirkens Nødhjælp, Danmark

Lesa meira...
24.08.2015
Flóamarkaður í þágu skólabarna!
Flói 2015 104 vef

 

Sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar standa fyrir flóamarkaði við Grensáskrikju laugardaginn 29. ágúst 2015 kl 13:00 - 16:00.

Á markaðinum verður hægt að gera góð kaup en þar verða til sölu alls kyns gersemar; vintage fatnaður, bækur, húsgögn, húsbúnaður, leikföng, skrautmunir, skótau og margt fleira. Allur ágóði rennur til aðstoðar við börn og unglinga á Íslandi.

 

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar efnalitlar barnafjölskylur við kaup á skólavörum og við að greiða útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs en í upphafi skólaárs getur það reynst fjölskyldum þungur baggi að útbúa börnin fyrir skólann og veturinn almennt.

Haustið 2014 aðstoðaði Hjálparstarfið foreldra 170 grunnskólabarna með því að láta þeim í té inneignarkort í ritfangaverslanir. Þá fengu 76 ungmenni í 11 sveitarfélögum stuðning við að greiða skóla- og efnisgjöld og til að kaupa bækur. 

 

05.08.2015
Sumri hallar, hausta fer..
skola_vola

.. og þá fer skólinn að byrja! Hjálparstarfið veitir efnalitlum foreldrum grunnskólabarna styrk vegna kostnaðar sem til fellur í upphafi skólaársins. Efnalitlum framhaldsskólanemum er veittur stuðningur við að greiða skólagjöld og kaupa bækur og fleira sem þarf til að stunda námið. Fullorðnum einstaklingum í endurhæfingu er veittur styrkur til að hefja nám eða ljúka því námi sem ekki er lánshæft. Um er að ræða styrk fyrir hluta kostnaðar. Munið að koma með innkaupalista frá skólanum og endilega munið að taka til það sem er nýtilegt frá því í fyrra!

Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti umsóknum um styrk vegna kostnaðar sem fylgir skólagöngu grunnskólabarna:

  • þriðjudaginn 18. ágúst kl. 13:00 - 15:00
  • fimmtudaginn 20. ágúst kl. 13:00 - 15:00
  • mánudaginn 24. ágúst kl. 13:00 - 15:00
  • þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13:00 - 15:00