Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?

Taktu þátt í tryggja sárafátæku fólki í Eþíópíu hreint vatn með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum að upphæð 2500 krónur. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og leggjast þá 2.500 krónur á næsta símreikning. Framlag að eigin vali er hægt að gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499. Með frábærum stuðningi frá almenningi á Íslandi höldum við áfram að hjálpa fólki til sjálfshjálpar - í hverju þorpinu á fætur öðru.
 
17.01.2017
Veglegur styrkur frá Skyrgámi
_MG_8071 snikkuð til fyrir vef

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms kom færandi hendi til Hjálparstarfs kirkjunnar nú á dögunum og styrkti starfið með hluta af veltu þjónustunnar á síðasta ári, alls 995.800 krónur.

Á 19 árum hefur Jólasveinaþjónustan stutt Hjálparstarfið um tæpar 12 milljónir króna sem runnið hafa til bágstaddra á verkefnasvæðum okkar í Eþíópíu, Úganda og á Indlandi sem og til barna og unglinga hérlendis sem hafa getað sótt sumarnámskeið og framhaldsskólanám með aðstoð Skyrgáms.

Kærar þakkir Skyrgámur og félagar fyrir frábæran stuðning við starfið!

21.12.2016
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar landsmönnum fyrir frábæran stuðning á árinu!
jólakveðja

Skrifstofa Hjálparstarfsins er opin yfir hátíðarnar sem hér segir:

Á Þorláksmessu er opið kl. 08:00 - 18:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00. Vinsamlegast athugið að símanúmer skrifstofu á aðfangadag er 5284402. Skrifstofan er opin 28., 29. og 30. desember frá kl. 08:00 - 16:00 en lokað er 24. - 27. desember og 31. desember - 3. janúar en þá opnum við aftur kl. 08:00.

Gjafabréf fást á gjofsemgefur.is og skilaboð má senda á facebooksíðu Hjálparstarfsins. Við svörum svo fljótt sem verða má.

Starfsfólk Hjálparstarfsins þakkar kærlega fyrir samstarf og stuðning við starfið á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum öllum friðarjóla og gæfuríks nýárs.

21.12.2016
Frábær stuðningur við starfið!
Bjarni og ...
Páll Þórisson og Bjarni Gíslason

Undanfarna daga hafa fjölmargir einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir fært Hjálparstarfinu mikilvægt framlag til starfsins.

Páll Þórisson kom færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins enn eitt árið og afhenti Bjarna Gíslasyni 8.354 krónur nú í dag. Páll er einn dyggasti stuðningsmaður okkar og safnar í bauk Hjálparstarfsins allt árið. Við færum honum og öðrum sem styðja starfið okkar bestu þakkir!

 

 

21.12.2016
Álíka margir njóta aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar nú og fyrir jól í fyrra
Vilborg og Agnes jólaúthlutun 2016 fyrir vef
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup við úthlutun.

Sjálfboðaliðar og starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar hafa undanfarna daga verið í miklum önnum að taka á móti umsóknum og afgreiða aðstoð fyrir jólin. Úthlutun er nú lokið og benda fyrirliggjandi gögn til þess að jafn margir eða jafnvel aðeins færri hafi leitað til Hjálparstarsfins nú en fyrir jól 2015. Endanlegar tölur munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun janúar. Í fyrra naut 1451 fjölskylda um allt land aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.

Tekið er mið af aðstæðum hvers og eins en veitt aðstoð er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum fyrir jól. Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess að fá jólafatnað og jóla- og skógjafir fyrir börnin og fleira.

Sjálfboðaliðar gegna veigamiklu hlutverki fyrir jól ár hvert en þeir flokka notaðan fatnað sem Hjálparstarfinu berst, brjóta hann saman og raða í hillur ásamt því að aðstoða þá sem koma til að fá sparifatnað. Stuðningur einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana er Hjálparstarfinu ómetanlegur og kann starfsfólk Hjálparstarfsins þeim bestu þakkir fyrir og óskar landsmönnum öllum gleði og friðar um jól.

28.11.2016
Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og samstarfsaðila
IMG_7933
Sjálfboðaliðarnir okkar undirbúa jólaaðstoðina.

Assistance before Christmas - In English

Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalítið fólk svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember.

Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess að fá jólafatnað og jóla- og skógjafir fyrir börnin.

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2016.

  • Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, dagana 5., 6. og 7. desember kl. 11-15. Athugið að gögn sem sýna tekjur og útgjöld síðasta mánaðar skulu fylgja með umsókn.
  • Þær fjölskyldur sem hafa fengið inneignarkort í matvöruverslunum frá Hjálparstarfinu á árinu 2016 geta fyllt út umsóknareyðublað á www.help.is
  • Þar sem Hjálparstarfið aðstoðar aðeins barnafjölskyldur í Reykjavík er fullorðnum einstaklingum sem ekki hafa börn á framfæri bent á að hægt er að leita til annarra hjálparsamtaka um aðstoð.
  • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar aðstoðar fjölskyldur jafnt sem einstaklinga með lögheimili í sveitarfélaginu dagana 28. og 29. nóvember milli klukkan 16 og 18.
  • Í Kópavogi aðstoðar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fjölskyldur og einstaklinga í fjárhagslegum vanda dagana 29. nóvember og 6. desember milli klukkan 15 og 18.
  • Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum til Velferðasjóðs Suðurnesja og Hjálparstarfs kirkjunnar í Keflavíkurkirkju 29. og 30. nóvember og 1., 6. og 8. desember klukkan 09:00-12:00.
  • Á Eyjafjarðarsvæðinu hafa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn og Hjálpræðisherinn á Akureyri með sér samstarf um aðstoð. Tekið er á móti umsóknum í síma 570 4090 frá 30. nóvember til 9. desember milli kl. 10 - 12. 
  • Í Árnessýslu hefur Hjálparstarfið samstarf um jólaaðstoð við Rauða krossinn og kvenfélögin. Tekið er á móti umsóknum 29. og 30. nóvember milli kl. frá 10 - 12 og 1. desember milli kl. 15-18 í Selinu við Engjaveg á Selfossi og hjá sóknarprestum.
  • Annars staðar á landinu taka prestar í heimasókn við umsóknum um aðstoð frá einstaklingum jafnt sem fjölskyldufólki til og með 12. desember.