Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref.jpg
fridarljos.jpg
Viltu senda
minningarkort?
 

Hreint vatn breytir öllu - Jólasöfnun Hjálparstarfsins er hafin

Í Úganda og Eþíópíu er stærsti þátturinn í verkefnum okkar að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka. Þannig tryggjum við fólki aðgang að hreinu vatni. Með aðgengi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Fæðan verður næringarríkari með fjölbreyttari jarðyrkju og búfjárrækt. Hreinlæti eykst og það leiðir aftur til aukins heilbrigðis. Börn geta farið í skólann í stað þess að sækja vatn um langan veg og konum gefst tími til að afla tekna með því að selja afurðir. Allt leiðir þetta til virkari þátttöku fólks í samfélaginu og til sjálfbærrar þróunar samfélaga.

Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabankanum. Ef þú ert ekki með heimabanka er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.), gefa framlag á framlag.is eða með því að leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

19.12.2014
Jólin hans Hallgríms í gjafapoka Hjálparstarfsins
Hallgrímskirkja.jpg
Í morgun afhenti Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, 100 eintök af bókinni Jólin hans Hallgríms en bókinni verður stungið í gjafapoka barnafjölskyldna fyrir jólin.

Steinunn Jóhannesdóttir er höfundur bókarinnar sem segir frá aðventunni í Gröf á Höfðaströnd árið 1621. Þá var Hallgrímur Pétursson sjö ára gamall. Margt hefur breyst á fjórum öldum en þó er jólahald heimilisfólksins í Gröf kunnuglegt. Ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt myrkrið grúfi yfir. Steinunn hefur skrifað sögulegar skáldsögur um Hallgrím Pétursson og Guðríði konu hans. En í Jólin hans Hallgríms segir hún frá skáldjöfrinum ungum. Myndirnar gerði Anna Cynthia Leplar.

Hallgrímssöfnuður styður Hjálparstarf kirkjunnar. Í messum kirkjunnar er ávallt safnað til hjálparstarfs, kristniboðs og líknarstarfs. Við inngang Hallgrímskirkju er ljósberi og mörg sem koma í kirkjuna kveikja á kertum og stinga pening í bauk þar nærri. Þeir fjármunir fara til líknarstarfs. Árið 2014 verður framlag Hallgrímskirkju til Hjálparstarfs kirkjunnar um 2,4 milljónir króna.

12.12.2014
Góður styrkur frá Þorkeli Mána IOOF stúku 7
stuka_7.jpg

Kjartan Rafnsson, Birgir Þórarinsson, Ásgeir Ingvason og Jóhann Árnason, félagar í Oddfellow stúku nr. 7, Þorkeli Mána, komu færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins í dag. Þeir færðu Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra 700.000 krónur til stuðnings innanlandsstarfinu. Hjálparstarfið færir þeim bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf, sem mun m.a. nýtast vel við jólaaðstoð sem nú er framundan.

 

09.12.2014
Góður styrkur frá SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu
sfr_styrkir_starfid.jpg

Í byrjun desember afhenti Árni Stefán Jónsson formaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins 150 þúsund króna styrk til jólaaðstoðar. Jólaaðstoðin felst fyrst og fremst í því að gefin eru út inneignarkort í matvöruverslanir en tekjulágum foreldrum býðst einnig að koma til Hjálparstarfsins eftir jólagjöfum, fatnaði og fleiru. Hjálparstarfið kann SFR bestu þakkir fyrir stuðninginn!

28.11.2014
Jólablað Hjálparstarfsins kemur til þín með Fréttablaðinu á morgun

Þú getur skoðað fréttablaðið okkar margt smátt ... með því að smella á myndina.

Í jólablaðinu fjöllum við um verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu en þar er markmið okkar að létta undir með fólki með því að auðvelda því aðgang að hreinu vatni. Við fjöllum einnig um stærsta verkefni okkar hér heima en það er sérstök aðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur fyrir jólin og segjum frá nýliðnu sjálfstyrktingarnamskeiði sem slóð í gegn nú í haust. Og svo er margt fleira fróðlegt í blaðinu líka

25.11.2014
Samstarf um jólaaðstoð í Reykjavík
Hjordis_og_Bjarni_samstarf_jola_018.jpg
Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. Bjarni Gísla­son fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs­ins og Hjör­dís Kristinsdóttir flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum hand­söluðu sam­komu­lag um þetta í gær og sagði Bjarni við það tæki­færi að sam­starf og sam­ræm­ing á aðstoð væri alltaf af hinu góða. Hjálp­ræðis­her­inn og Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar hafa átt í far­sælu sam­starfi und­an­far­in ár meðal ann­ars um námseið og sum­ar­búðir fyr­ir efnalitlar fjöl­skyld­ur. Hjördís sagði það því nán­ast eðli­legt skref að vera einnig í sam­starfi um jólaaðstoðina.
Lesa meira...