Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
15.08.2018
Ekkert barn útundan!
Ekkert barn útundan bak

Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin.

Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör geta leitað stuðnings hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann. Við erum á Háaleitisbraut númer 66, neðri hæð Grensáskirkju. Það er opið hjá okkur frá 8 - 16 á virkum dögum.

Í fyrrahaust fengu foreldrar 186 barna aðstoð hjá okkur og við búumst við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú. Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum. Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!

Við söfnum nú fyrir verkefninu og höfum stofnað valgreiðslu með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.

15.08.2018
Vissir þú að …
HK act 1
  • félagsráðgjafar Hjálparstarfsins hafa sérstakan viðtalstíma og taka á móti fólki sem leitar eftir efnislegri aðstoð á miðvikudögum klukkan 12:00 – 16:00?
  • í skólabyrjun 2017 fengu 114 foreldrar 186 barna aðstoð hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann?
  • alls nutu 1304 fjölskyldur esmða um 3500 einstaklingar um land allt aðstoðar Hjálparstarfsins fyrir síðustu  jól?
  • hinir ómetanlegu sjálfboðaliðar Hjálparstarfsins taka á móti fólki á lager Hjálparstarfsins í kjallara Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66 á þriðjudögum milli klukkan 10 og 12 og hjálpa því að finna sér fatnað við hæfi?
  • annar hópur öflugra sjálfboðaliða mætir vikulega til að taka fatnað sem almenningur gefur Hjálparstarfinu upp úr pokum, flokka hann og setja í hillur?
  • í desember 2017 og janúar 2018 fengu 360 fjölskyldur (um 970 einstaklingar) notaðan fatnað hjá Hjálparstarfinu?
  • félagsráðgjafar Hjálparstarfsins þróa úrræði í samvinnu við notendur þjónustunnar og skipuleggja sjálfstyrkingarnámskeið og ýmis valdeflandi verkefni allt árið um kring?  
10.08.2018
“Ég vil koma aftur næsta sumar!”
Forsíðumynd þarf að klippa til

Góð stemning ríkti í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn nú í júni en þá stóðu Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn á Íslandi saman að fjögurra daga sumarfríi fyrir fjölskyldur í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn fimmta sumarið í röð. Tilgangurinn var sem fyrr að stuðla að jákvæðri upplifun fyrir börn og foreldra sem búa við efnislegan skort og hafa alla jafna ekki tök á að fara saman í frí. Tíu fjölskyldur, alls 48 einstaklingar, fóru í fríið að þessu sinni.

Gleði og rólegheitastemning ríktu á svæðinu enda markmið margra að njóta einfaldlega samverunnar í sveitasælunni.  “Það er gott að fá tækifæri til að hlaða batterín og þurfa hvorki að elda né vaska upp,” sagði ein mamman aðspurð um hvernig hún nyti dvalarinnar. 

Meðal dagskrárliða voru bogfimi, hjólabátar, kajakar, vatnasafarí, klifur og sund.  Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfsins og verkefnisstjóri sumarfrísins sagði að börnin hefðu notið dvalarinnar í botn enda mikið fíflast og leikið úti við. “Svo var mjög gaman þegar nokkrar stelpur tóku bara völdin síðasta kvöldið og stýrðu fjöldasöng og skemmtidagskrá kvöldvökunnar sjálfar,” sagði hún.

Markmið með valdeflingarverkefnum á borð við sumarfríið er að fólk finni styrk sinn og getu til að takast á við erfiðar aðstæður og til að komast út úr félagslegri einangrun sem oft er fylgifiskur efnaleysis. Sérstök áhersla er lögð á þarfir barna og unglinga og starfið miðar að því að þau hafi sterka sjálfsmynd og séu virkir þátttakendur í samfélaginu.

20.06.2018
Hjálparstarf kirkjunnar fordæmir harkalegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi fordæmir þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum við landamærin við Mexíkó þegar fólk leitar til landsins í hælis- eða atvinnuleit án tilskilinna leyfa. Þvingaður aðskilnaður barna við foreldra í slíkum aðstæðum brýtur í bága við alþjóðleg lög um vernd og öryggi barna jafnt sem almennt siðgæði. Hjálparstarfið hvetur stjórnvöld á Íslandi eindregið til að mótmæla þessum aðgerðum við Bandaríkjastjórn.

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar

22.03.2018
Nístandi fátækt neyðir börn og ungmenni út í vændi og glæpi. Gefum þeim séns!
IMG_8663

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent valgreiðslu í heimabanka til landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2400 krónur. Við erum að safna fyrir aðstoð við börn og unglinga í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda. Þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af.

Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim betri möguleika til að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og Ugandan Youth Development Link, UYDEL, í hverfunum Rubage, Nakawa og Makindye.

Í verkmenntamiðstöðvum UYDEL getur unga fólkið valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau fá svo líka fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið hófst fyrir ári síðan en við ætlum að aðstoða 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára á þrem árum.

Nánar um verkefnið í páskablaði Hjálparstarfs kirkjunnar