Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
HK-VatnErVon-Help.is-bordi-600x224
28.11.2019
Vatn, húsaskjól og betri heilsa - með þinni hjálp!
Forsíðumynd Margt smátt  4 2019

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til verkefna í sveitum Úganda og Eþíópíu. Fólkið sem við aðstoðum þar býr við mikinn skort um aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu.

Söfnunin er með þeim hætti að við höfum nú sent 2500 króna valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára. Við bendum jafnframt á söfnunarsímann 907 2003 en með því að hringja í númerið leggur fólk til 2500 krónur sem bætast við á næsta símreikningi. 

Gjafabréfin okkar fást á gjofsemgefur.is og svo er hægt að leggja inn framlag að eigin vali á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning okkar 0334-26-50886, kt. 450670-0499.

Takk fyrir stuðninginn!

15.11.2019
Stuðningur fyrir jólin
20190515_121546

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar undirbúa nú aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember. Aðstoðin er veitt með inneignarkortum í matvöruverslunum, ásamt jólagjöfum fyrir börnin og jólafatnaði fyrir börn jafnt sem fullorðna, en fatnaðinn hefur okkur verið gefinn og er vel með farinn, hreinn og heill. Markmiðið er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar. 

Við tökum á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð Grensáskirkju, dagana 3., 4. og 5. desember kl. 11 - 15. Athugið að gögn sem sýna tekjur og útgjöld frá mánaðamótum nóvember og desember skulu fylgja með umsókn. Fjölskyldur sem hafa fengið Arion inneignarkort í matvöruverslunum frá Hjálparstarfi kirkjunnar eftir 1. júlí 2019 geta fyllt út umsóknareyðublað hér.  

Einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa ekki börn á framfæri er bent á að hægt er að sækja um stuðning hjá Mæðrastyrksnefndum og Hjálpræðishernum.  

Alls nutu 1274 fjölskyldur eða um 3400 einstaklingar um land allt aðstoðar fyrir síðustu jól. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar veita styrki til stafsins ár hvert og vinnuframlag sjálfboðaliða við skráningu og afgreiðslu umsókna fyrir jól er jafnframt ómetanlegt. 

Nánar um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og samstarfsaðila fyrir jól er að finna hér

Christmas assistance, information in English

28.10.2019
Fermingarbörn ganga í hús og safna fé til verkefna í Úganda og Eþíópíu
fermingarbörn safna

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús í sóknum um land allt dagana 29. – 31. október næstkomandi með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigi. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf  tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.  

„Á unglingsárum þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér lífsstíl er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heiminum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif. Við teljum að með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar. Börn í fermingarfræðslu hafa undanfarin tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en í fyrra söfnuðu þau rúmum 7,8 milljónum króna með þessum hætti. 

Ef þú vilt styðja söfnun fermingarbarna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku geturðu hringt í söfnunarsíma 907 2003 og gefið 2.500 krónur eða lagt upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499. Takk fyrir!

20.08.2019
HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR AÐSTOÐAR EFNALITLA FORELDRA Í UPPHAFI SKÓLAÁRS
Ekkert barn útundan bak

Nú styttist í að skólarnir hefji starfið að nýju eftir sumarfrí. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs.

„Ákvörðun sveitarfélaga um að útvega ritföng í skólastarfi er frábært skref í átt að félagslegum jöfnuði meðal grunnskólabarna. En að mörgu er að huga í vetrarbyrjun. Hlýr fatnaður, skólataska, sunddót í skólasundið, íþróttabúnaður, iðkunargjöld hvort sem er í íþróttum, listum eða tómstundastarfi, eru meðal útgjaldaliða barnafjölskyldna. Og þetta eru stórir útgjaldaliðir“, segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar.

Á starfsárinu júlí 2018 – júní 2019 veitt Hjálparstarf kirkjunnar samtals 2091 fjölskyldu efnislega aðstoð. Barnafjölskyldur fengu inneignarkort fyrir matvöru og börn og unglingar fengu styrki til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs. Ungmenni fengu einnig styrki til greiðslu skólagjalda í framhaldsskólum og fyrir bóka- og efniskostnaði. 495 einstaklingar og fjölskyldur sóttu sér notaðan fatnað hjá Hjálparstarfinu og 367 einstaklingar um land allt nutu aðstoðar við lyfjakaup.

Hjálparstarfið hefur hrundið af stað átakinu Ekkert barn útundan og sent valgreiðslukröfu í heimabanka landsmanna upp á 2600 krónur en andvirðið fer til starfsins innanlands. Í fyrra söfnuðust um 7,5 milljónir króna með þessum hætti.

10.04.2019
Draumur um (aðeins) betra líf
_DSC6837-TH-Thorkelsson-Uganda-2018 fyrir vef páskar

Hjálparstarf kirkjunnar hefur sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30 – 80 ára að upphæð 2400 krónur. Við erum að safna fyrir aðstoð við börn og unglinga í Kampala, höfuðborg Úganda. Þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út á glæpabraut og vændi til að lifa af.

Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.

Í menntasmiðjunum velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið hefur náð til yfir eitt þúsund barna og ungmenna á aldrinum 13-24 ára síðustu tvör árin. Það hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs.