Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
fridarljos
Viltu senda
minningarkort?
20.07.2016
Margt smátt ... er komið út
printscreen fyrir vefinn

Hér á Íslandi fögnum við flest sólinni og vonum að hann haldist þurr í sumarfríinu. Í Eþíópíu hafa miklir þurrkar í fyrra og í vor hins vegar valdið endurteknum uppskerubresti þannig að búfé hefur fallið úr hor og milljónir íbúa eu nú háðar aðstoð um lífsviðurværi. Stjórnvöld í landinu brugðust skjótt við með matarsendingum á verstu þurrkasvæðin en ráða ekki óstudd við ástandið. Auk þess að glíma nú við þessar afleiðingar El Nino veðurhamsins er Eþíópía stærsta móttökuríki flóttafólks í Afríku með fleiri en 700.0000 manns í flóttamannabúðum víðs vegar um landið.

Hjálparstarf kirkjunnar, með styrk frá hjálparliðum sem styrkja starfið með föstu framlagi, almenningi og utanríkisráðuneytinu, hefur sent ellefu og hálfa milljón króna til að tryggja lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda á verstu þurrkasvæðunum. Í fréttablaðinu okkar segjum við frá aðstæðum fólksins og hvernig aðstoðin sem veitt er gerbreytir lífi þess. Við segjum einnig frá starfinu innanlands; því sem nýliðið er og því sem er á döfinni. Hér er blaðið: Margt smátt...

06.06.2016
Samvera og góðar minningar
Sumarfrí og sjálfboðaliðar 047
Siglingar eru með því vinsælasta á dagskránni.

Samvera og góðar minningar - skipulagt 4 daga sumarfrí fyrir barnafjölskyldur í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn hefst á morgun 7. júní. Tuttugu og ein fjölskylda eða um 60 manns taka þátt í verkefninu sem er skipulagt í samvinnu við Hjálpræðisherinn á Íslandi. Markmiðið er að auka virkni og félagslega þátttöku og stuðla að samveru og gæðastundum efnalítilla fjölskyldna. Verkefnið er byggt á reynslu af samskonar verkefnum frá síðustu tveimur árum sem þátttakendur hafa verið mjög ánægðir með.

25.04.2016
Fjársöfnun er hafin vegna neyðaraðstoðar í Ekvador
RS14351_2016_04_Ecuador_earthquakes_photos4 vefur
525 manns létust í jarðskjálftanum.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til hjálparstarfs í Ekvador í kjölfar jarðskjálftans sem þar reið yfir þann 16. apríl síðastliðinn. Söfnunarreikningur er  0334-26-056200, kt. 45067-00499.

Stjórnvöld lýstu strax yfir neyðarástandi í landinu en skjálftinn sem mældist 7,8 stig á Richterskvarða varð 525 manns að bana. Um 4600 manns slösuðust í skjálftanum og 23.506 íbúar misstu heimili sín. Opinberar byggingar og vegir skemmdust einnig í skjálftanum.

Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sem og önnur hjálparsamtök, hafa þegar hafið hjálparstarf í þeim sex héruðum sem verst urðu úti. Skýli með hreinlætisaðstöðu hafa verið reist, fólk fengið hreint drykkjarvatn, matargjafir og sálrænan stuðning.       

Áætlað er að um hálf milljón íbúa þurfi á aðstoð að halda vegna eyðileggingar af völdum skjálftans. ACT Alliance hefur sent út neyðarbeiðni fyrir um 199 milljónum króna til neyðaraðstoðar við íbúa á skjálftsvæðunum næsta árið og til uppbyggingarstarfs.

 

18.04.2016
Gleðilegt sumar!
Mynd án texta fyrir vef

Sala tækifæriskorta til styrktar íþrótta- og tómstundastarfi barna sem búa við kröpp kjör.

Hjálparstarf kirkjunnar býður nú til sölu tækifæriskort sem við köllum Gleðilegt sumar! Kortin sem fást í verslunum Bónuss og N1 kosta 1200 krónur stykkið. Andvirðið rennur til barna sem búa við fátækt á Íslandi. Þau fá aðstoð svo þau komist í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf með jafnöldrum sínum en einnig til þess að fjölskyldur geti átt saman gleðistundir í sumarleyfinu og þannig safnað góðum minningum í minningarbankann. 

Um 250 börn nutu stuðnings Hjálparstarfsins á síðasta starfsári vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tómstundastarfs. Aðgangskort voru gefin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem og bíómiðar, leikhúsmiðar og boðskort á veitingastaði sem eru vinsælir meðal barna og unglinga.

Í heild veitti Hjálparstarfið um 5900 manns á Íslandi stuðning á síðasta starfsári. Fyrst og fremst er um að ræða fjölskyldur einstæðra tekjulágra mæðra og öryrkja. Eitt megin markmiðið með starfinu er að draga úr hættunni á félagslegri einangrun þeirra sem til stofnunarinnar leita með því að veita efnislega aðstoð ásamt því að bjóða upp á ráðgjöf, sjálfstyrkingar- og færninámskeið. Við leitumst við að styðja börn sérstaklega með það að markmiði að styrkja sjálfsmynd þeirra og auka virkni þeirra og þátttöku í samfélaginu; að sjá til þess að efnislegur skortur takmarki ekki möguleika þeirra til farsæls lífs.

08.04.2016
Engar afmælisgjafir takk!
Torfi og Bjarni í april 2016b

Torfi H. Ágústsson varð sjötugur þann 25. mars síðastliðinn. Hann hélt upp á afmælið sitt og bauð fólkinu sínu til veislu. Nema hvað, hann afþakkaði gjafir en bauð fólki að setja seðil í bauk til að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þágu flóttafólks frá Sýrlandi. Síðastliðinn miðvikudag afhenti Torfi Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, 180.000 króna peningagjöf frá honum, Margréti Jónsdóttur, eiginkonu hans, vinum og ættingjum.

Peningunum verður varið til aðstoðar við flóttafólk Í Líbanon en þar eru nú um 1,5 milljón flóttamanna frá Sýrlandi. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna veitir þar margvíslega aðstoð, meðal annars heita og næringarríka máltíð einu sinni á dag. Hafið þakkir fyrir, Torfi og fólkið hans!