Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?

Taktu þátt í tryggja sárafátæku fólki hreint vatn með því að greiða valgreiðslu Hjálparstarfsins í heimabankanum að upphæð 2500 krónur. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og leggjast þá 2.500 krónur á næsta símreikning. Framlag að eigin vali er hægt að gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499. Með frábærum stuðningi frá almenningi á Íslandi höldum við áfram að hjálpa fólki til sjálfshjálpar - í hverju þorpinu á fætur öðru.
 
28.11.2016
Jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og samstarfsaðila
IMG_7933
Sjálfboðaliðarnir okkar undirbúa jólaaðstoðina.

Assistance before Christmas - In English

Í desember ár hvert aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalítið fólk svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember.

Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess að fá jólafatnað og jóla- og skógjafir fyrir börnin.

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2016.

  • Tekið er á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, dagana 5., 6. og 7. desember kl. 11-15. Athugið að gögn sem sýna tekjur og útgjöld síðasta mánaðar skulu fylgja með umsókn.
  • Þær fjölskyldur sem hafa fengið inneignarkort í matvöruverslunum frá Hjálparstarfinu á árinu 2016 geta fyllt út umsóknareyðublað á www.help.is
  • Þar sem Hjálparstarfið aðstoðar aðeins barnafjölskyldur í Reykjavík er fullorðnum einstaklingum sem ekki hafa börn á framfæri bent á að hægt er að leita til annarra hjálparsamtaka um aðstoð.
  • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar aðstoðar fjölskyldur jafnt sem einstaklinga með lögheimili í sveitarfélaginu dagana 28. og 29. nóvember milli klukkan 16 og 18.
  • Í Kópavogi aðstoðar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fjölskyldur og einstaklinga í fjárhagslegum vanda dagana 29. nóvember og 6. desember milli klukkan 15 og 18.
  • Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum til Velferðasjóðs Suðurnesja og Hjálparstarfs kirkjunnar í Keflavíkurkirkju 29. og 30. nóvember og 1., 6. og 8. desember klukkan 09:00-12:00.
  • Á Eyjafjarðarsvæðinu hafa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Rauði krossinn og Hjálpræðisherinn á Akureyri með sér samstarf um aðstoð. Tekið er á móti umsóknum í síma 570 4090 frá 30. nóvember til 9. desember milli kl. 10 - 12. 
  • Í Árnessýslu hefur Hjálparstarfið samstarf um jólaaðstoð við Rauða krossinn og kvenfélögin. Tekið er á móti umsóknum 29. og 30. nóvember milli kl. frá 10 - 12 og 1. desember milli kl. 15-18 í Selinu við Engjaveg á Selfossi og hjá sóknarprestum.
  • Annars staðar á landinu taka prestar í heimasókn við umsóknum um aðstoð frá einstaklingum jafnt sem fjölskyldufólki til og með 12. desember.
27.11.2016
Vatn er von - Jólasöfnun Hjálparstarfsins er hafin
vatn er von bara mynd fyrir vef

Í Sómalífylki í Eþíópíu valda tíðir þurrkar viðvarandi matarskorti og vannæringu. Vatnsskorturinn leiðir til lélegs ástands bústofnsins en dýralæknaþjónusta er stopul. Afleiðingin er fátækt en vegna hennar er skortur á tækjum og tólum og því eru ræktunaraðferðir í jarðrækt takmarkaðar. Allt leiðir þetta til þess að fæðuöryggi er mjög ábótavant og lífsskilyrði eru slæm.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur í níu ár starfað með sjálfsþurftarbændum á svæðinu að því að tryggja aðgengi að hreinu vatni, auka fæðuval og efla völd og áhrif kvenna, samfélaginu öllu til farsældar.

Starfið hefur borið góðan árangur en svæðið er stórt og íbúar margir. Þegar aðstæður hafa breyst til batnaðar í einu þorpi höfum við fært okkur um set og hjálpað fólki til sjálfshjálpar í því næsta. Með frábærum stuðningi frá almenningi á Íslandi höldum við áfram að hjálpa fólkinu í Jijiga til sjálfshjálpar - í hverju þorpinu á fætur öðru.

Við höfum sent valgreiðslu að upphæð 2.500 krónur í heimabanka landsmanna en einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og leggjast þá 2.500 krónur á næsta símreikning. Framlag að eigin vali er hægt að gefa á framlag.is eða leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

31.10.2016
Bank bank. Má bjóða þér að gefa í baukinn?
Fermingarbsofnun_myndir_009

Um 2600 fermingarbörn um allt land ganga í hús þessa vikuna og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Framlag fermingarbarna er risastórt en í fyrra söfnuðu þau um átta milljónum króna. Áður en börnin ganga í hús fá þau að kynnast þróunarsamvinnu Hjálparstarfs kirkjunnar í fermingarfræðslunni. Þau fræðast um aðstæður fólks sem býr við erfið lífsskilyrði og fá tækifæri til að ræða um sameiginlega ábyrgð jarðarbúa á því að allir fái lifað mannsæmandi lífi

Með verkefninu gefst tækifæri til að fræða fermingarbörnin um boðskap Krists um náungakærleik á áþreifanlegan hátt. Á unglingsárum þegar skilningur vex og ungt fólk er að móta sér lífsstíl er mikilvægt að fá að setja sig í samhengi við aðra í heiminum og skynja kraft sinn til þess að breyta rétt og hafa áhrif. Hjálparstarfið biður þig að taka vel á móti fermingarbörnunum þegar þau banka upp á hjá þér

31.08.2016
Er fátæktarklám í fjölmiðlum?
Fundur fólksins

Fundur í Aalto fundarherbergi í Norræna húsinu á föstudaginn 2. september klukkan 16:00 - 17:00

Pepp á Íslandi (People experiencing Poverty) sem hefur að markmiði að vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun og Hjálparstarf kirkjunnar standa fyrir viðburði á Fundi fólksins á föstudaginn 2. september klukkan 16:00 – 17:00. Um er að ræða samtal milli fólks sem býr við eða hefur búið við fátækt og fjölmiðlafólks um hvernig fjölmiðlar fjalla um fátækt, hvers vegna og hvort og hvernig mætti gera betur.

Hugmyndin er að ræða um það hvernig fólk sem býr við fátækt myndi vilja að rætt væri um það og aðstæður þess? Hlustar fólk ekki nema ákveðinn vinkill sé hafður í umfjöllun? Er hægt að fjalla um fólk í erfiðum aðstæðum með virðingu og af nærgætni og halda athygli almennings um leið?

Fundarstjóri er Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Við pallborðið sitja Laufey Ólafsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp, Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans, Ása Sverrisdóttir, Pepp Akureyri, Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, Þorkell Þorkelsson (Keli) ljósmyndari og Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfsins.

Nánar um viðburðinn má sjá á https://www.facebook.com/events/1273438802687964/

15.08.2016
Aðstoð veitt í upphafi skólaárs
Sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliðar aðstoða fólk um fatnað á þriðjudögum.

Haustið er sá tími þegar fjölskyldur sem búa við kröpp kjör leita til Hjálparstarfsins um aðstoð við að mæta útgjöldum í upphafi skólaárs. Síðasta haust leituðu foreldrar hátt í 200 barna og unglinga til okkar um stuðning vegna þessa og við búumst við svipuðum fjölda umsókna nú.

Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti umsóknum  þriðjudaginn 16. og fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13:00 – 15:00 og á sama tíma mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. ágúst. Umsækjendur eru beðnir um að hafa með sér gögn um tekjur og fjárhaglega stöðu. 

Auk þess að aðstoða fjölskyldur við kaup á ritföngum og skólavörum með gjafakortum í ritfangaverslanir styrkir Hjálparstarfið ungmenni sem orðin eru sjálfráða og vilja hefja eða ljúka framhaldsskólanámi sem gefur þeim réttindi til starfs eða inngöngu í háskóla. Styrkirnir eru til greiðslu skólagjalda og fyrir bóka- og efniskostnaði.

Börn tekjulágra foreldra njóta einnig stuðnings svo þau geti iðkað íþróttir með jafnöldrum sínum, stundað tónlistarnám og tekið þátt í tómstundastarfi. Markmiðið er að þau geti tekið virkan þátt í samfélaginu og að bágur efnahagur foreldranna takmarki ekki möguleika þeirra til þess.

Sjálfboðaliðar Hjálparstarfsins aðstoða fólk við að finna fatnað við hæfi en fataúthlutun er á þriðjudögum kl. 10:00 – 12:00. Hjálparstarfið tekur við heilum og hreinum fatnaði í húsnæði stofnunarinnar að Háaleitisbraut 66, Reykjavík, alla virka daga kl. 8:00 – 16:00. Hlýr vetrarfatnaður fyrir börn og unglinga er alltaf á óskalistanum hjá okkur.

Hjálparstarfið er á sama máli og Barnaheill um að börn eigi að geta stundað nám án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna og hvetur til undirskriftar á barnaheill.is/askorun þar sem skorað er á stjórnvöld að afnema gjaldtöku fyrir námsgögn.