Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
fridarljos
Viltu senda
minningarkort?
08.02.2016
Gefðu voninni vængi!
vængir framan fyrir vef

Kirkjugestum í sóknum landsins jafnt sem öðrum býðst nú að taka þátt í söfnunarverkefni fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem hefur um leið uppeldislegt gildi. Hefur verkefnið hlotið yfirskriftina Gefum voninni vængi en gerðir hafa verið tveir samstæðir söfnunarbaukar, annar baukurinn er merktur Sjóður fyrir náungann en hinn Sjóður fyrir mig. Baukarnar gefa foreldrum og fræðurum í barnastarfi kirkjunnar færi á að kenna börnunum annars vegar að það er skynsamlegt að safna fyrir því sem mann vantar og hins vegar um samkennd og samábyrgð: Að um leið og við gefum eigin vonum vængi sé mikilvægt að huga að náunganum og hafa hugföst orð Jesú um að elska náungann eins og okkur sjálf. Söfnunarfé verður varið til verkefna Hjálparstarfsins í þágu þeirra sem búa við fátækt innanlands og utan.

Baukana myndskreytti Halla Sólveig Þorgeirsdóttir en þá má nálganst í kirkjun landsins og hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Kirkjurnar munu aðstoða við að koma baukunum til Hjálparstarfsins í lok söfnunar þann 20. mars næstkomandi.

26.01.2016
Frábær stuðningur Hallgrímssóknar við starfið!
Stuðn Hallgrk v Hk fyrir vefinn

Við messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn afhenti Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, fjárframlag Hallgrímssóknar frá árinu 2015 að upphæð 3,3 milljónir króna. Hallgrímssókn var frumkvöðull að því að hafa samskot í messum þar sem fólk getur lagt fram fé til brýnna málefna en fé er einnig safnað með ljósberanum í kirkjunni þar sem m.a. margir ferðamenn gefa gjafir. Aðalheiður sagði að Hallgrímssókn vildi styðja við starf Hjálparstarfsins sem leggði áherslu á að hjálpa þeim sem verst eru settir. Féð væri framlag kirkjugesta sem væri miðlað áfram.  Við móttöku framlagsins tók Bjarni Gíslason fram að allt starf Hjálparstarfsins miðaði að hjálp til sjálfshjálpar með valdeflingu einstaklinga til að móta eigin framtíð. Hann sagði rausnarlegan stuðning Hallgrímskirkju sannarlega efla starfið.Við sama tækifæri afhenti Aðalheiður fulltrúa Kristniboðssambandsins, Kristínu Bjarnadóttur, 800.000 króna framlag.

Á myndinni sem var tekin við þetta tækifæri eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, Kristín Bjarnadóttir, fulltrúi Kristniboðssambandsins, Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og sr. Sigurður Árni Þórðarson.

17.12.2015
Jólaaðstoð innanlands í fullum gangi
Framlag sjálfboðaliða er ómetanlegt
Sjálfboðaliðar gegna stóru hlutverki í desember

Í dag, 17. desember, og á morgun, 18. desember, veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Hjálparstarfsins efnalitllum fjölskyldum sérstaka desemberaðstoð en markmið hennar er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslanir.

Þar sem Hjálparstarfið er eitt að störfum er einstaklingum veitt sérstök aðstoð fyrir jól en á svæðum þar sem öðrum hjálparsamtökum er til að dreifa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við barnafjölkyldur sem búa við kröpp kjör. Gott samstarf um jólaaðstoð er milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu, í Árnessýslu, Hafnarfirði og Kópavogi.

Alls bárust 1.455 umsóknir fyrir jól 2014 og í heild er áætlað að 3.929 einstaklingar hafi notið aðstoðar þá. Við áætlum að fjöldi umsækjanda verði svipaður í ár en endanlegur fjöldi verður ekki ljós fyrr en við talningu skráninga og mun liggja fyrir í janúar.

Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar hafa styrkt verkefnið með vinnu- og fjárframlagi en stuðningur þeirra er grundvöllur fyrir verkefninu og alveg ómetanlegur. 

07.12.2015
Kaupás styrkir innanlandsstarfið
Mynd fyrir vef frá styrkveitingu FESTI Krónunni 2015
Fulltrúar félagasamtaka taka á móti styrkjum
Fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar tók á móti 500 þúsund króna styrk frá Kaupás ehf í morgun. Styrkurinn er í formi inneignarkorta í matvöruverslanir Krónunnar. Sjálfboðaliðar Hjálparstarfsins hafa verið í óða önn undanfarna daga við að taka á móti umsóknum um sérstaka aðstoð fyrir jól en umsóknarfrestur rann út í dag. Inneignarkort í matvöruverslanir verða afhent fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. desember næstkomandi. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
07.12.2015
Þorkell Máni styður starfið
Mynd Þorkell Máni styrkir vefur 3

Hjálparstarf kirkjunnar fékk góða heimsókn í morgun þegar fulltrúar Þorkels Mána, Oddfellowstúku nr. 7, komu færandi hendi. Birgir Þórarinsson, Kjartan Rafnsson, Ásgeir Ingvason og Jóhann afhentu 600.000 krónur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfsins. Þessir fjármunir koma sér sannarlega vel einmitt núna þegar stærsta úthlutun ársins er framundan. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og Vilborg Oddsdóttir umsjónarmaður innanlandsstarfs þökkuðu fyrir þennan frábæra stuðning en stúkan hefur oft áður stutt starfið.